Blue Flower

Húsfélög

Við þjónustum húsfélög og getum haldið utanum viðhald stórra sem smárra fjölbýlishúsa.

------------------------------------------------------------------------

Í framhaldi af ástandsskoðun eru oft gerðar áætlanir um framkvæmdir.

Hér  er reynsla í gerð útboðsgagna, með verklýsingum, leiðsögn um framkvæmdir, lög og reglugerðir, réttindi og skyldur verkkaupa og verksala. Einnig samskiptareglur sem eru mjög nauðsynlegar til að skapa traust.

Öll þessi atriði eru nauðsynleg til að verk gangi vel og uppfylli allar gæðakröfur.

Einnig sjáum við  um að auglýsa útboð og sjá um framkvæmd á því ef óskað er.

Eins er leitað til fagaðila í viðkomandi greinum. Svo og Verkfræðistofu um lausn mála.

Til hvers ástandsskoðun.  Verðmæti fasteigna er viðhaldið með góðu og reglulegu viðhaldi. Að hafa reglulegt eftirlit á ástandi eignarinnar sparar mikla fjármuni.

Á grundvelli skýrslu um húseignina geta stjórnir húsfélaga tekið upplýstar ákvarðanir um hag allra íbúa hússins.

Viðhaldsframkvæmdir

1.     Eitt það fyrsta sem húseigandi þarf að gera þegar kemur að viðhaldsframkvæmdum er  að láta meta ástand eignarinnar.

2.     Meta viðhaldsþörf og greina verkþætti framkvæmda og forgangsröðum. Gert með skýrslugerð.

3.     Með þessu getur húseigandi gert sér grein fyrir heildarástandi eignarinnar og tekið upplýstar ákvarðanir um næstu skref,  eða framkvæmdir.

4.     Gerum útboðsgögn, finnum örugga verktaka, og gerum traust samningsgögn.

5.     Komum á staðinn og gerum frumskoðun með húseiganda án kostnaðar.

Möt og ástandsskoðanir eru gerðar af Matsfræðingi, Húsasmíðameistara, Tæknifræðingi
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.   Sími 650-3707